Nú er auðvellt að tala...

Þegar maður var ekki á staðnum en skelfilegt verður það, ef í ljós kemur að Geir Jón hafði rangt fyrir sér og lögreglan hafði ekki mannskap til að sinna tveim alvarlegum útköllum í einu.

 

Nú les maður stöðugar fréttir af mannfæð þar innandyra og óánægju með einhver vinnukerfi. Gæti verið að með sumarfríum(þeir töluðu um að ráða ekki sumarfólk) þá geti þeir ekki höndla ástandið?

 

Svona er Ísland í dag. 


mbl.is Biðu í 30-40 mínútur eftir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er tilfellið, að ekki sé nægur mannskapur, vona ég Geirs Jóns vegna að hann hafi bara ekki vitað betur, slæmt væri ef hann er vísvitandi að ljúga.

dittó (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:41

2 identicon

Geir Jón lýgur því miður víst. Ástandið er þannig að lögreglan höndlar ekki lengur álagið þegar mikið er í gangi á fleiri en einum eða tveimur stöðum í einu. Og niðurstaða þessarar rannsóknar á eftir að sýna það, en þeir sem ráða eiga eftir að passa að hún komist aldrei í fjölmiðla.

Ástandið í dag er það að á venjulegri vakt í miðri viku eru þrír lögreglubílar sem dekka Austurbæinn allan, Miðbæinn og Vesturbæinn. Fyrir þá sem ekki vita þá er venjuleg áhöfn á einum lögreglubíl 2 lögreglumenn, semsagt 6 lögreglumenn á öllu þessu svæði. Það þarf ekki að vera stórt útkall til að allir þessir menn séu uppteknir, jafnvel í sama málinu. En þetta viðurkenna yfirmenn lögreglunnar ekki og kannast ekki við óánægju starfsmanna og eru hissa yfir því að lögreglumenn vilji ekki kyngja mannskemmandi 12 tíma vaktkerfi þegjandi og hljóðalaust. Lögreglan vinnur á 8 tíma vöktum í dag, 6 dagar í röð og svo fjórir dagar í frí. Tveir af þessum fjórum dögum eru yfirvinnuskyldir sem þýðir að eins og ástandið er í dag eru lögreglumenn að vinna 8 daga í röð og fá tvo í frí. Vægast sagt ekki mjög fjölskylduvænt starf, en þó mun skárra en ef við yrðum sett á 12 tíma vaktir. 

En þið getið alveg treyst því að ef eitthvað bjátar á í lögreglunni og manneklan er slík að útköllum er ekki sinnt tímanlega þá fær almenningur ekki að heyra það frá lögreglustjóra eða Geir Jóni. Það væri frekar að hlusta á það sem formaður Landsambands Lögreglumanna hefur að segja eða þá formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þeir láta reglulega í sér heyra og reyna að vekja áhuga stjórnmálamanna á ástandinu en illa gengur.

 Þannig að ef að eitthvað bjátar á, verið viðbúin því að þurfa að bíða lengi eftir lögreglunni. Við gerum eins og við getum en við erum alltof fá og það er alltof mikið að gera. Svoleiðis er Ísland í dag.

Löggan (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 13:57

3 identicon

Gott Svar lögga, þetta er alveg rétt og til háborinar skammar að skattgreiðendur þurfa að taka þetta ósmurt æi rassgatið. Vaknið alþingismenn!!!!!!

Árni (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 18:57

4 identicon

Og hvað er nú langt í það að eh fávitin hringi og tilkyni um stórslys vestur í bæ meðan hann fer í austurbæinn og rænir banka! Þetta rugl á eftir að kosta mannslíf á næstu mánuðum það er ég viss um.

óskar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband