Lífið í dag er erfitt. Án þess að þekkja þennan mann neitt né hans mál nánar en maður les í blöðum þá get ég lítið vorkennt honum. Ef við samþykkjum ekki að gefa honum hæli þá reikna ég ekki með því að það sé vegna haturs á útlendingum.
Á Íslandi fá menn húsnæði og pening itl að kaupa hluti, mat, föt og annað. Sumir komast reyndar í vinnu til að hafa það enn betra. Fyrir utan að vera með algert ferðafrelsi, í raun, því engar girðingar eru né verðir eftir því sem ég best veit. Í flestum öðrðum löndum þá er fólki haldið í búðum, flóttamannabúðum. Þar eru aðstæður misgóðar og lítið gaman að vera.
En þar taka málin líka langan tíma. Ekki það að ég sé að afsaka þann tíma sem þetta mál tók, vel getur staðist að skriffinskan hafi drekkt málinu, það er slæmt.
En kappinn er búinn að lifa vel hérna á meðan, flott íbúð, vel klæddur, getur valið að fara í hungurverkfall á meðan sumar fjölskyldur á Íslndi þurfa að leita sér hjálpar.
Já og svo les maður í blöðum að hann eigi yfir sér dóm fyrir glæp í sínu heimalandi.
Þetta er erfitt líf.
Mótmælum lokið í dómsmálaráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.