Eða bara Helv#$" fávi$!".
Hvers vegna kusuð þið þessi idíót?
Hækka skatta? Ekkert annað sem mönnum dettur í hug?
Þettur eru nú ótrúlegust fréttir sem maður les. Fífl, þið fólk, fífl segi ég, sem kusuð þessa "menn" og þessar "konur". Aumingjar og liðleskjur. Ekkert annað.
MBL.IS má alveg banna mig af þessu bloggi fyrir hörð orð, ég stend með þeim.
Disclaimer: Þrátt fyrir að mín persónulega skoðun á þessu máli og öðrum sem koma að stjórn landsins og þvílíku breytir það því ekki að skoðanir mínar tengjast ekki minni vinnu, minni sannfæringu í því sem ég geri eða neitt því líkt. Einfallt mál: Ég er á móti þessum breytingum en ekket meir. Punktur. hana nú bloggheimur.
Áfengi og eldsneyti hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
athugaðu það voru hægri menn sem komu okkur í þessa stöðu,
það þarf að auka tekjur ríkissins einhvernegin eftir að nyfjálhyggja hægri manna tortimdi efnahag heimssins og þá séstaklega íslands, en þetta er afar heimskuleg leið sem gerir ekkert gott, nema að draga úr drykkju og reykingum, Bístjórar geta ekki unnið og almenningur dregur úr keyrslu, reykingamenn hætta að reykja og þeir sem drekka draga úr því líka, þannig að þegar upp verður staðið þá kemur enginn auka peningur í kassan, en skuldir heimilana hækka. ekkert gott um þetta að segja.
Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2009 kl. 23:57
ég er sammála Jóhanni, einhvernvegin verður að fá peninga í kassan.... það er þó betra að hækka þessar vörur heldur en að hækka skatta á matvæli og annað!!
Henning Árni Jóhannsson, 29.5.2009 kl. 00:26
Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.
Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.
Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..
Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 05:34
Fólkið í landinu sem tók öll láning af því að það gat fengið þau eru fífl, einfalt mál. Það fólk kom sér í þetta, vann sumt 2 vinnur til að eignast bíla,hús,bústaði,fellhýsi,annan bíl, utanlandsferðir, hljóðkerfi, tölvur,fjórhjól o.sfrv.
Það fyndna er nú samt að enginn vill viðurkenna það í dag þrátt fyrir að hafa sagt við mig og mína konu að þetta væri ekkert mál. Við stöndum vel í dag á meðan þetta fólk er á hausnum útaf ofneyslu og veistu, mér gæti ekki verið meira sama.
Ég bjó á Íslandi en flutti þaðan þegar ég sá í hvað stefndi. Mér fannst það common sence að drulla mér í burtu því ég vildi ekki taka þátt í lífsgæðarkapphlaupinu.
Ísland er ekki eina landið sem stríðir við kreppu. Bandaríkin, Svíþjóð og Danmörk svo dæmi séu tekinn eru í slæmri stöðu þó kannski ekki eins slæmri og Ísland. Kannski að Íslendingar eyddu meira en aðrir og svo hljómaði allstaðar eins og Íslendingum eru einum lagið "þetta reddast".
Týpiskur íslenskur og afar fáfróður hugsunarháttur.
Þið megið kalla mig hrokafullan og allt sem ykkur dettur í hug en staðreyndin er sú að ég og mín kona höfðum rökhugsunina í lagi.
Við hjónin búum erlendis, höfum aldrei haft það eins gott og elskum lífið og þannig á það að vera.
Vinnum 7,5 tíma á dag 5 daga vikunnar og hef nægan tíma með fjölskyldu,vinum og get meir að segja stundað mín áhugamál án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að ég fari á hausinn.
Ég valdi þetta.
Við erum með íbúðarlán eins og flestir en í stað þess að kaupa okkur hús uppá 30-40 milljónir þá keyptum við okkur íbúð uppá 16 milljónir. Með okkar launum ráðum við vel við að kaupa hús á c.a. 35 milljónir en þá er bara minna á milli handanna og lítið má útaf bregða.
Fyrir þessu þarf að hugsa og það gerðu alltof fáir Íslendingar.
Eins og staðan er í dag þá erum við í þessari íbúð sem er nýleg og höfum efni á því að annað okkar missi vinnuna. Það yrði samt nóg eftir til að lifa á.
Veit ég vel að alltof mörg hjón eða pör misstu bæði vinnuna og við það er erfitt að ráða. En það er alltaf gott að hugsa fram á við.
Þetta fólk ætti nú að fá atvinnuleysisbætur sem ættu að fleyta einhverju en þær eru reyndar langt frá því að vera nóg.
En er virkilega svona mikilvægt fyrir Íslendinga að eiga lágmark 1 bíl pr. haus í fjölskyldunni?
Í þessu littla landi þar sem vegalengdir eru stuttar er þá svona erfitt að hjón komist af á einum bíl og keyri hinu kannski í vinnuna og fari svo í sína vinnu?
Svona hluti skil ég ekki því konan keyrir mér í vinnu og það er c.a. 15 mín úr leið. Í staðinn þá er ég bara aðeins lengur á vinnustaðnum og tek mér kaffisopa á meðan ég bíð, ekki stórmál það.
Síðan með kreditkort. Þau eru í 0.- hjá okkur enda reynum við að forðast notkun á þeim þó það geti reyndar gerst ef við erum að innrétta eða eitthvað á þá leið.
Engar raðgreiðslur og ekki neitt svoleiðis er á okkar kortum.
Það flutti út íslenskt par og við vorum að aðstoða þau við að finna vinnu og húsnæði.
Það fyrsta sem stúlkan sagði var að hún ætlaði sko að fara í Elko eða expert og kaupa fullt af drasli á raðgreiðslum. En svoleiðis gengur það ekki fyrir sig hérna í Noregi.
Þú þarf að vera búinn að skila skattframtali áður en þú þýtur af stað að eyða peningum.
Ég fæ eins og allir Íslendingar fengu sennilega tilboð um að hækka kreditkortaheimildina mína um 95% og ég segi ekkert heldur ríf niður tilboðið og kasta því í ruslið.
Alltof margir sem ég veit um á Íslandi hringdu í hvelli og sögðu já takk og fóru að eyða.
Þannig að þegar öllu á botnin er hvolft þá lýtur þetta svona út:
X-D,X-B og X-S klúðru vissulega öll á sínum tíma en samt kaus fólk aftur X-S einhverra hluta vegna.
Kreppan sem er í heiminum í dag á sína sök á máli og síðast en ekki síst þá á almenningur stóra sök á því hvernig er komið fyrir sér í dag með einstaklega vanhugsuðum framkvæmdum og græðgi í hluti sem það hafði í raun ekki efni á. Það er staðreynd um mjög marga Íslendinga.
X-S og X-V eru EKKERT að fara gera og mun ástandið bara versna að ég held.
Júlíus (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.