Það er ungt og leikur sér :)
Ok, reyndar hækkar þetta trygginarnar mína og á séns á aðDREPA einhvern sem mér þykir vænt um... Jafnvel einhvern sem mér þykir ekkert vænt um en vill ekki missa.
Hugsar einhver um það?
Því miður en í svona tilvikum þá vorkennir maður þessum týpum minna en öllum í kring. Auðvitað vona ég að allt hafi tekist vel og viðkomandi lifi góðu lífi og læri af þessu...
Hvað segið þið um:
Hraðatakmarkara í alla bíla stilltur á 100 km\klst.
Enginn þarf að keyra hraðar en 100 km klst hraða. Vegirnir eru ekki gerðir fyrir meiri hraða og margfeldisáhrifin eru gríðarleg í svona málum, það er: Því hraðar sem þú ekur því minni líkur eru á því að þú lifir af. Þess vegna er munurinn á 70 og 90 km\klst hraða ekki bara hlutfallslegur munur á 70 og 90 heldur töluvert meira. Enda lifa minnir mig 4 á móti 1 frekar af árekstra ef þeir eru á 70.
Og!
Hröðunartakmarkara í alla bíla. Engnin bíll skal vera hraðskreyðari en svo að hann sé 10 sekúndur upp í 100. Punktur. Áttu Porche Cayenne Turbo 100 millu bíl?
Sorry en þú ert 10 sek upp í 100 og ferð ekki hraðar en það.
:D ég held að það sé góð hugmynd.
Ó, já, gleymdi einu: Ef þessum búnaði er breytt eða afnuminn þá er bílinn tekinn af þér. Punktur. Gerði sonur þinn breytingu á bílnum þínum? Óheppinn.
Aðalsíðan - www.makingthemoney.tk - Aðalsíðan. Þarna er einfaldur pengingur fyrir enifalda vinnu.
Umferðarslys vegna ofsaaksturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvað næst, enginn má lyfta meira en 70kg í bekk því þá er hætta á að hann berji einhvern?
Ágúst (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:34
Ég held frekar að það væri nær að hafa þetta eins og mótorhjólaprófið.
amk 2gja ára skírteini með max hp tölu , cc , hp per kíló eða eitthvað slíkt.
Karl H (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:37
Það eru nú þegar takmarkarar í pikköpbílum, rútum, vöruflutningabílum, vörubílum, strætisvögnum o.s.frv. Í flestum tilfellum er um nýrri árgerðir að ræða í þessum tilfellum þannig að ætli þetta sé ekki bara spurning um tíma frekar en vilja núorðið... Hraðatakmarkara á bíla ungra ökumanna er að mínu mati alveg réttlætanlegt. Ertu undir 25 ára ? Tekinn á of miklum hraða ? Sekt. Engin takmarkari heldur ? Önnur sekt.
Unnar (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:56
Ágúst, og síðan væri takmöskun á niðurhalshraða til að enginn geti með góðu móti brotið á smáís og ná sér í eina bíómynd:)
Það er ekki alveg sambærilegt að bera saman lyftingar og bíl... En þú mátt hafa þína skoðun, ekki málið :D alltaf gaman að sjá hvað fólk er mismundandi.
Vandinn við Mótorhjólaprófshugmyndina er að það eru þá enn bílar í umferð sem enginn hefur neitt með að keyra. Svona eins og 1500cc racer... Ég meina com on. hvað er hámarkshraðinn? 350? Magnað.
Það sem Unnar bendir á er rétt, margir nýjir bílar eru með þetta. Það er í öllum tilvikum eða nánast, alltaf um vinnubíla að ræða.
En af hverju má 35 ára gamall ofdrykkjusjúklingur keyra um á 2.5tonna jeppanum sínum sem er jafnframt 550 hestöfl og keyra á mig á 200 km\klst hraða?
Reyndar mundi hann alveg eins mikið drepa mig á 100 km\klst hraða :D
Og minni á MakingtheMoney.tk
Hallur hinn tímalausi, 15.5.2009 kl. 21:38
Það hefði verið snilld ef í bílnum hefði verið fjarstýrður ádrepari og löggan hefði takkann. Ég vill svoleiðis í alla bíla.
Birgir Þór Bragason, 15.5.2009 kl. 21:49
hahaha það væri Eðal!
Það er fyndnasta Clið sem ég hef séð á netinu, þegar lögreglan var með tálbeitubílinn og gaurarnir em rændu bílnum voru teknir upp á myndband! Sæll hvað það var fyndið!
Hallur hinn tímalausi, 15.5.2009 kl. 21:53
Það er allt fine and dandy að refsa fólki og koma í veg fyrir hraðakstur, hinsvegar er ekki leiðin til að gera það með því að svipta MIG frelsisréttindum mínum.
Ég er löghlýðinn borgari og það er alltaf verið að svipta mann meiri og meiri réttindum því sem á líður vegna heimskulegrar ákvarðanna einhverra svartra sauða útí bæ.
Ég vill fá að lifa mínu, löghlýðna lífi, í friði, með minn bíl sem fer frá 0-100 á 3.9sek og fer í 290km/h EF ég vildi, án þess að hafa áhyggjur af gjörðum annara í umferðinni uppá það hvað varðar mitt frelsi að kjósa það að eiga þennan bíl.
Þið segið kannski "en hugsaðu um almenninginn!!", já hugsum um almenninginn! Ekki svipta fólki í tugþúsundatali frelsi þeirra meðan það er löghlýðið vegna þess að smáprósenta af umferðarfólki kýs að aka í ofsaakstri, dílið frekar við þessi litlu prósent sem eru að því og látið okkur hin, löghlýðnu borgarana í friði.
Takk fyrir mig.
Einar (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 02:19
Allt í góðu að eiga þennan bíl.
Viltu þá ekki eiga sjálfvirka riot haglabysi, fallbyssu og botilinus vírus í sprautu formi :) Ég meina, þú ert löghlýðinn borgari og hefur engar áhyggjur :)
Ef allt er leyft þá fer allt til fjandans. Plain and simple
Hallur hinn tímalausi, 16.5.2009 kl. 14:56
Er ekki ennþá opin brautin hérna somewhere á Reykjanesi eða í Hafnarfirði? Man ekki alveg, en þar gat fólk farið með bílana sína og keyrt þá eins hratt og það vildi í staðinn fyrir að gera slíkt í umferðinni. Ætti frekar að fjölga slíkum brautum.
Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.